Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fyrsti kossinn: Hljómar í 50 ár í kvöld
Miðvikudagur 11. september 2013 kl. 09:49

Fyrsti kossinn: Hljómar í 50 ár í kvöld

Tónleikadagskráin „Fyrsti kossinn: Hljómar í 50 ár“ verður flutt í Andrews theatre í kvöld, miðvikudaginn 11.september. Fyrirhugaðir eru tvennir tónleikar í dag kl. 19 og kl. 21.

Tónleikarnir eru í boði Reykjanesbæjar og eru þeir af því tilefni að 50 ár eru frá því að hljómsveitin Hljómar frá Keflavík kom fyrst fram á sjónarsviðið. Eins og kunnugt er varð að fresta kvölddagsskrá Ljósanætur vegna veðurs en þar sem þessi dagskrárliður var sérstaklega undirbúinn fyrir hátíðina þá var ákveðið að bjóða upp á hann við bestu skilyrði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Frítt er á tónleikana á meðan húsrúm leyfir og gildir reglan fyrstir koma, fyrstir fá. Söngvararnir Eyþór Ingi, Valdimar Guðmundsson og Stefanía Svavars munu flytja lög Hljóma ásamt sérvalinni hljómsveit sem Jón Ólafsson, bítlavinur stýrir. Sögumaður á tónleikunum er Baldur Guðmundsson sonur Rúnars Júlíussonar heitins.