Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Fyrsti kossinn - Hljómar í 50 ár
Þriðjudagur 3. desember 2013 kl. 11:18

Fyrsti kossinn - Hljómar í 50 ár

Safnplata í tilefni 50 ára starfsafmæli hljómsveitarinnar komin út hjá Senu.
     
Einkar veglegur safnplötupakki með einni vinsælustu hljómsveit Íslands fyrr og síðar en hljómsveitin fagnar 50 ára starfsafmæli á þessu ári. Fyrsti kossinn inniheldur tvær plötur með öllum bestu og vinsælustu lögum Hljóma, safnplötu með lögum Hljóma sem hafa verið endurgerð í gegnum tíðina með með vinsælum íslenskum flytjendum og DVD-mynddisk með efnir frá Ríkisútvarpinu, heimildarmynd og efni frá síðari tímum.

Í inngangi vegna plötunnar skrifar Guðmundur Andri Thorsson:
„Við getum þakkað Hljómum margt, tengjum lögin góðum minningum og njótum þess enn að hlusta á þau af því að þetta er góð músík. En framlag þeirra var líka þetta: að færa mikilvæga menningarstrauma hingað upp á skerið og veita þeim í farvegi þar sem þeir blönduðust því sem fyrir var og til varð eitthvað alveg nýtt“.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024