Fyrsti kennsludagur í Hljómahöllinni
- Tónlistarskólinn fluttur og allt komið í gang.
Fyrsti kennsludagur hjá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar í Hljómahöllinni var í dag. Tónlistarskólinn flutti þangað með viðhöfn síðastliðinn föstudag. Þegar Víkurfréttir litu við beið Gyða Dröfn Davíðsdóttir eftir að komast í þverflaututíma og var alveg til í að stilla sér upp með hljóðfærið.
Þá var Emil Örn Gunnarsson í gítartíma hjá Alexöndru Pitak og Snæbjörn Gauti Snæbjörnsson leiðbeindi Bergþóru Káradóttur á saxófón. Von var á fleiri nemendum í tíma þegar líða tók á daginn, enda fer kennslan í tónlistarskólanum að miklu leyti fram eftir að kennslu í grunnskólum lýkur.
Aðstaða, borð og stólar, verða til staðar svo að krakkar geti nýtt stund á milli stríða í að kíkja í skólabækur. Nemendur og kennarar sem blaðamaður ræddi við voru ánægðir með nýju aðstöðuna og hlökkuðu til vetrarins.
Nýir sófar sem teknir verða í notkun fljótlega þegar framkvæmdir minnka og minna ryk verður.