Fyrsta útskrift Fisktækniskólans úr gæðastjórnun
Fisktækniskóli Íslands í Grindavík útskrifaði fyrstu 13 nemendurna af gæðastjórnunarbraut föstudaginn 11. desember síðastliðinn. Nemendurnir höfðu ýmist komið í námið fyrir þremur árum í fisktækninám eða farið í raunfærnimat til að stytta skólanámið. Í þeim tilvikum var reynsla þeirra og þekking úr sjávarútvegi metin til móts við námsskrá Fisktækiskólans og bættu þau síðan við sig þeim áföngum sem til þurfti hjá hverjum og einum til undirbúnings fyrir gæðastjórnunarnámið. Gæðastjórnunarnámið var kennt í samtarfi við Sýni.
Útskriftin fór fram í Sjávarklasanum á Grandagarði í Reykjavík.
Útskriftarnemarnir eru frá ýmsum stöðum á landinu eins og frá Akureyri, Akranesi, Rifi, Grindavík, Sandgerði, Reykjanesbæ, Kópavogi og Reykjavík.
Nöfn þeirra eru:
Algirdas Kazulis
Guðrún Sigríður Jónsdóttir, Kópavogi
Gylfi Sigurðsson, Akranesi
Hafdís Helgadóttir, Grindavík
Íris Ósk Jóhannsdóttir, Rifi
Hermann Hermannsson, Akranesi
Ingvar Guðjónsson, Grindavík
Íris Ebba Ajayi Óskarsdóttir, Sandgerði
Jóna Rúna Erlingsdóttir, Grindavík
Samúel Björnsson, Akureyri
Svanhvít Másdóttir, Grindavík
Hafþór Waldorf, Grindavík
Guðmundur Magnús Jóhannsson, Reykjavík
Nú standa yfir skráning og mat hjá Fisktækniskólanum fyrir næsta hóp í Gæðastjórnun sem byrjar í janúar.