Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Miðvikudagur 21. ágúst 2002 kl. 16:36

Fyrsta laglínan kom strax!

Ásmundur Valgeirsson, sonur Valgeirs bakara í Njarðvíkunum, er höfundur Ljósalagsins 2002. Hann er nú ekki mjög þekktur lagahöfundur en eftir Ljósalagið er nokkuð ljóst að hann verður tekinn alvarlega á því sviði. Ásmundur komst að því fyrir nokkrum árum að hann hefði mjög gaman af því að syngja enda mikill tónlistaráhugamaður en síðast lék hann fyrir leikmenn og stuðningsmenn UMFN á herrakvöldi félagsins og hafði mjög gaman af. Ásmundur er í viðtali við Víkurfréttir sem koma út í fyrramálið. Hér fáum við forsmekkinn af því.Þess má geta að árið 1999 gaf Ásmundur út plötuna Mullet sem hann vann ásamt Dodda litla félaga sínum. ,,Það hefur verið mikið áhugamál hjá mér að semja tónlist og helst að hálfklára lögin og setja þau svo í geymslu. Ég stefni þó alltaf að því gefa eitthvað af af þessu út svo hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér", sagði Ásmundur í samtali við Víkurfréttir. Aðspurður um hvenær hann hafi ákveðið að taka þátt í keppninni um Ljósalagið 2002 sagðist Ásmundur hafa gert það um leið og hann las fyrstu auglýsinguna í Víkurfréttum og þá settist hann samstundis við píanóið og samdi fyrstu línuna í viðlagið "Velkomin á Ljósanótt". Ég ákvað að taka þátt vegna þess að mér finnst hugmyndin á bak við Ljósanótt mjög skemmtileg. Þetta gefur öllu því hugmyndaríka fólki sem býr á svæðinu tækifæri að láta ljós sitt skína. Ég dundaði mér svo við það næstu daga að klára lagið. Það tók mig hins vegar meira en tvo mánuði að klára textann og var hann ekki tilbúinn fyrr en nokkrum dögum áður en skilafresturinn rann út. Ég tók lagið svo upp á mánudeginum eftir verslunarmannahelgina, degi áður en skilafresturinn rann út". Meira í Víkurfréttum á morgun.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024