Fyrsta lag Silfurskugga er komið út
Silfurskuggar eru þeir Pálmar Guðmundsson og Adólf Marínósson sem í sameiningu semja og gefa út popptónlist. Lagið leiddu mig er fyrsta útgáfa sveitarinnar en lagið er endurhljóðblönduð útgáfa af lagi sem einn af meðlimum sveitarinnar gaf út í fyrra. Silfurskuggar eru búnir að vera í upptökum undanfarna mánuði og er meira efni efni væntanlegt á næstu vikum og mánuðum.
Hér að neðan er tengill á nýútkomið lag Silfurskugga, Leiddu mig. Hægt er að fylgjast með sveitinni á Facebook-síðu Silfurskugga: https://www.facebook.com/Silfu rskuggar.
Smelltu á merkið til að hlusta
Adólf Marínósson: Gítar, söngur, bakraddir.
Pálmar Guðmundsson: Bassagítar.
Smári Guðmundsson: Gítar.
Kristinn Hallur Einarsson: Hljómborð.
Halldór Lárusson: Trommur.
Lag og texti: Pálmar Guðmundsson/Friða Dís Guðmundsdóttir
Upptökur: Smári Guðmundsson (Smástirni)
Hljóðblöndun: Ingi Þór Ingibergsson (Lubbi Peace)