Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fyrsta íslenska bítlaplatan fimmtug
Hljómar.
Föstudagur 13. mars 2015 kl. 08:55

Fyrsta íslenska bítlaplatan fimmtug

 

Hálf öld var í gær frá því að fyrsta íslenska bítlaplatan kom út. Á henni fluttu Hljómar frá Keflavík tvö lög, Fyrsta kossinn og Bláu augun þín. Frá þessu var greint á RÚV.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hljómar tóku strax forystuna meðal íslenskra bíthljómsveita þegar bítlaæðið skall á árið 1964 og nutu þess að hafa lagahöfundinn Gunnar Þórðarson innan sinna raða. Hljómplötuútgefandinn Svavar Gests samdi við þá um að gefa út tveggja laga plötu. Hann var þó ekki á því að gefa lögin út með enskum textum eins og hljómsveitin hafði í hyggju. Hann fékk hagmæltan hljómlistarmann, Ólaf Gauk Þórhallsson, til að semja íslenska texta. Verkið leysti hann með sóma og á áreiðanlega sinn þátt í að Fyrsti kossinn og Bláu augun þín hafa lifað góðu lífi með þjóðinni í hálfa öld.