Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fyrsta gönguferð sumarsins: Hafnaberg - Kalmannstjörn
Þriðjudagur 31. maí 2016 kl. 10:49

Fyrsta gönguferð sumarsins: Hafnaberg - Kalmannstjörn

Miðvikudaginn 1. júní verður farin fyrsta gönguferð af 11 ferðum Reykjanesgönguferða í sumar.

Genginn verður göngustígur frá Hafnaveginum að  Hafnarbergi þaðan er gengið með ströndinni að Eyri um Kirkjuhöfn og Sandhöfn þar sem sögusvið skáldsagnanna  Útnesjamenn og Marína eftir Jón Thorarensen. Skoðaðar verða tóftir íbúðarhúsa og kirkju sem fór í eyði vegna sandfoks.

Gangan tekur u.þ.b. 3-4 klst.

Leiðsögumaður: Rannveig L. Garðarsdóttir        

Kostnaður: kr 1000 frítt fyrir 12 ára og yngri

Allir velkomnir.

Upphafsstaður: Vesturbraut 12, Reykjanesbær  

Hvenær:  kl 19:00

Heilræði:
* Göngustafi.
* Drykkjarföng.
* Léttan bakpoka.
* Viðeigandi hlífðarfatnað eftir veðri (t.d. aukapeysu, sokka, vettlinga, húfu).
* Létt nesti (t.d. samloku, ávexti, kex).
* Góðir gönguskór.
* Góða skapið.


Öryggisupplýsingar:

Fararstjóri í er Rannveig Lilja Garðarsdóttir.

Símanúmer fararstjóra er 893 8900

Félagar úr Björgunarsveitinni Suðurnes eru með í öllum gönguferðum sumarsins og taka þátt í að hafa yfirsýn yfir hópinn, sjá um skyndihjálparviðbrögð skyndihjálparviðbrögð, er ráðgefandi varðandi frávik í göngunni. Ef neyðartilvik verður sér björgunarsveitarfólk alfarið um að stýra aðgerðum.

Nota 112 appið ef göngufólk er með það í símanum. Kveikja á því í upphafi göngu. Það gefur upp staðsetningu og auðveldar að ná í 112 ef þess gerist þörf.

Göngufólk meti eigið líkamlegt atgervi og komi ekki nema það treysti sér til.

Göngufólk er á eigin ábyrgð í gönguferðunum.

Leiðsögn fer fram á íslensku.

Aldrei skal yfirgefa hópinn. Við förum saman af stað og komum saman til baka.

Ef af einhverjum ástæðum einhver þarf að fara skal láta fararstjóra vita, ástand er metið og viðkomandi fær fylgd til baka eða allur hópurinn snýr við.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024