Fyrsta ferming ársins í Njarðvíkurkirkju
Fyrsta ferming ársins fór fram í Njarðvíkurkirkju í Innri Njarðvík í gærmorgun. Þá fermdi séra Baldur Rafn Sigurðsson sóknarprestur fimmtán börn. Samtals verða 80 börn fermd í Njarðvíkurkirkju á þessu ári og munu fermingar dreifast yfir langan tíma en síðasta fermingin verður um hvítasunnuna.
Meðfylgjandi myndir voru teknar við fermingarathöfnina í gærmorgun.
VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Fermingarbörn taka við hamingjuóskum eftir fermingnarathöfnina í gærmorgun.