Fyrsta árshátíð Heiðarskóla!
Fyrsta árshátíð Heiðarskóla í Keflavík var haldin í Stapa nú í vikunni.Fjölbreytt skemmtidagskrá var auk þess sem Sálin hans Jóns míns lék fyrir dansi. Árshátíðir skólanna á Suðurnersjum hafa verið haldnar síðustu vikur. Tímarit Víkurfrétta hefur verið að fjalla um árshátíðirnar og í næsta TVF, sem nú er í vinnslu verða fleiri myndir frá Heiðarskólahátíðínni. Við hvetjum skólafólk á Suðurnesjum til að senda okkur myndir frá sínum árshátíðum til birtingar.Meðfylgjandi myndir tók Atli Már Gylfason ljósmyndari blaðsins í Heiðarskóla.