Fyrst til að safna 40 sundstimplum
Tinna Björk Guðmundsdóttir, 8 ára, var fyrst allra grunnskólanemenda til að safna 40 stimplum í sundkortið sitt sem gefið var út í tilefni af opnun Vatnaveraldar í sundmiðstöðinni í Keflavík.
Tinna Björk fékk ásamt öllum grunnskólanemendum í Reykjanesbæ að gjöf í vor sundtösku ásamt sundkorti þar sem hvatt var til sundiðkunar. Verkefnið var liður í heilsuátaki Reykjanesbæjar í tilefni af opnun nýrrar 50m innilaugar og vatnaleikjagarðs fyrir yngstu börnin. En að auki hefur Reykjanesbær fellt niður gjald fyrir börn í sund.
Til þess að hljóta vinning þurftu börnin að safna 40 stimplum í sundkortið sitt, einn stimpil fyrir hverja sundferð. Það gerði hún Tinna Björk á mettíma og fékk að launum handklæði frá Vatnaveröld.
www.reykjanesbaer.is