Byko - 31 ágúst
Byko - 31 ágúst

Mannlíf

Fyrrum nemandi las fyrir yngstu börnin
Alísa Myrra les fyrir yngstu börnin á Lundi.
Þriðjudagur 11. nóvember 2014 kl. 17:24

Fyrrum nemandi las fyrir yngstu börnin

- í tilefni af læsisviku í leikskólum Reykjanesbæjar.

Þessa vikuna, 10. - 14. nóvember, er læsisvika í leikskólum Reykjanesbæjar. Í tilefni af því fengu börnin á deildinni Lundi í Garðaseli í Reykjanesbæ heimsókn frá nemanda sem útskrifaðist í haust og hóf nám í 1. bekk. Það var Alísa Myrra sem kom og las fyrir yngstu börnin bókina um Pönnukökuna við mikla lukku allra sem á hlýddu.

Starfsfólk á Lundi sendi Víkurfréttum þessa skemmtilegu mynd af því tilefni.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Við hvetjum starfsfólk á leikskólum til að senda okkur skemmtilegar myndir úr starfinu á [email protected].

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25