Fyrrum landlæknir fagnar 75 ára afmæli í Keflavík
Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir og núverandi heilsugæslulæknir við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Keflavík, fagnar 75 ára afmæli í dag. Af því tilefni bauð Ólafur upp á afmælistertu í mötuneyti HSS og þangað streymdi starfsfólk stofnunarinnar nú síðdegis til að samgleðjast kappanum. Á meðfylgjandi mynd eru þeir Brynjólfur Steingrímsson læknir og Ólafur Ólafsson. Það fór vel á með þeim félögum en Brynjólfur sagðist frekar hafa átt von á dauða sínum en að Ólafur kæmi til starfa á heilsugæslunni í Keflavík.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson