Fyrirmyndarnemendur í Njarðvíkurskóla
Skólaslit Njarðvíkurskóla fóru fram við hátíðlega athöfn á sal skólans 7. júní sl. Fjölmargar viðurkenningar voru veittar til einstaka nemenda og nemendahópa. Í tólfta sinn voru valdir fyrirmyndarnemendur í hverjum umsjónarhópi, þ.e. tveir nemendur sem voru til fyrirmyndar í framkomu og sýndu framfarir og metnað í námi á skólaárinu.
Hér má sjá alla þá sem fengu viðurkenningu.
Á skólaslitum 10. bekkjar talaði Thelma Lind, fráfarandi formaður nemendafélags skólans til nemenda sem og Berglind Kristjánsdóttir umsjónarkennari í 10. bekk. Útskriftarnemendur fengu hátíðartrefla að gjöf frá skólanum í útskriftargjöf. Ásgerður Þorgeirsdóttir, skólastjóri, ávarpaði nemendur, foreldra og starfsfólk og sagði skóla slitið.
Eftirtaldir nemendur voru valdir fyrirmyndarnemendur skólaárið 2012-2013:
1. KB: Guðmundur Leo Rafnsson og Sólrún Brynja Einarsdóttir
1. IRV: Jón Símon og Tanya Rós Sigurbjörnsdóttir
Kuðungar: Kristófer Mikael Hearn og Ingólfur Ísak Kristinsson
Krabbar: Lilja Rós Gunnarsdóttir og Ragnheiður Ýr Þórisdóttir.
Krossfiskar: Sigurður Magnússon og Birna Jóhannsdóttir
Álftum: Helgi Snær Elíasson og Vilborg Jónsdóttir
Heiðlóur: Helena Aradóttir og Sverrir Þór Freysson
Kríur: Halldór Daði Guðnason og Veronika Regina Hafþórsdóttir
6. SH: Írena Björt Magnúsdóttir og Styrmir Sölvi Agnarsson
7. GJ: Ester Borgarsdóttir og Hafdís Hulda Garðarsdóttir
7. ÞBI: Svala Björgvinsdóttir og Jón Ragnar Magnússon
8. AB: Einar Ögmundsson og Laufey Guðrún Vilhjálmsdóttir
8. SS: Adrian Krzysztof Czaplinski og Andrea Dögg Einarsdóttir
9. EÁJ: Margrét Áslaug Heiðarsdóttir og Viðar Páll Traustason
9. HK: Aleksandra Kotomina og Guðrún Lára Árnadóttir
10. AH: Helga Eden Gísladóttir og Eyþór Lúðvík Kristjánsson
10. BK: Ebba Ósk Jóhannsdóttir og Þórhildur Alda Reynisdóttir
Þá voru valdir fyrirmyndarbekkir, einn á yngra stigi og annar á eldra stigi. Það eru starfsmenn skólans sem koma eins að öllum bekkjum sem tilnefna fyrirmyndarbekki skólans. Á yngra stigi voru það nemendur í Kuðungum sem fengu flestar tilnefningar og á eldra stigi nemendur í 10. AH. Nemendur í Kuðungum fengu einnig viðurkenningu sem „Medalíumeistarar“ en þau söfnuðu flestum hrósmiðum á árinu, alls 1600 miðum.
Njarðvíkurskóli veitir viðurkenningu fyrir framúrskarandi ástundun til þeirra nemenda sem hafa enga skráningu á sér allt skólaárið, þ.e. 100% mætingu eða flekklausan feril. Þetta skólaár var það ein stúlka í 4. bekk, Sólveig Jónsdóttir, sem hlaut þessa viðurkenningu.
Viðurkenning er veitt þeim nemendum sem standa sig vel í norræna skólahlaupinu sem allir nemendur taka þátt í. Á yngsta stigi var það Samúel Skjöldur Ingibjargarson í Álftum sem hljóp 10,7 km., á miðstigi var það Atli Geir Gunnarsson í 7. ÞBI sem hljóp 15,8 km. og á elsta stigi var það Sigurbergur Bjarnason í 8. SS sem hljóp mest allra nemenda, alls 17 km.
Veittar eru viðurkenningar fyrir besta námsárangur í hverjum árgangi og voru það eftirfarandi nemendur sem fengu bókagjöf fyrir:
1. bekkur: Unnur Ísold Kristinsdóttir í 1. IRV
2. bekkur: Emelíana Líf Ólafsdóttir í Kuðungum
3. bekkur: Krista Gló Magnúsdóttir og Róbert Sean Birmingham í Kröbbum og Kári Snær Halldórsson í Krossfiskum.
4. bekkur: Samúel Skjöldur Ingibjargarson í Álftum
5. bekkur: Helgi Snær Elíasson í Álftum
6. bekkur: Írena Björt Magnúsdóttir í 6. SH
7. bekkur: Brynjar Atli Bragason í 7. GJ
8. bekkur: Aisha Regína Ögmundsdóttir og Andrea Dögg Einarsdóttir í 8. SS
9. bekkur: Björk Gunnarsdóttir og Snjólfur Marel Stefánsson í 9.EÁJ
10. bekkur: Helena Fanney Sölvadóttir í 10. AH og Júlía Scheving Steindórsdóttir í 10. BK
Þá voru einnig veittar viðurkenningar fyrir hæstu einkunn á samræmdum prófum í 4. og 7. bekk.
4. bekkur:
-íslenska: Filoreta Osmani og Sólveig Jónsdóttir í Heiðlóum, Helena Rafnsdóttir og Samúel Skjöldur Ingibjargarson í Álftum og Sveindís Sara Kristvinsdóttir í Kríum
- stærðfræði: Samúel Skjöldur Ingibjargarson í Álftum
7. bekkur:
-íslenska: Brynjar Atli Bragason í 7. GJ
-stærðfræði: Atli Geir Gunnarsson í 7. ÞBI, Brynjar Atli Bragason og Ester Borgarsdóttir í 7. GJ
Skólinn veitir viðurkenningu fyrir góðan árangur í lestri í 7. bekk og var það Jón Ragnar Magnússon í 7. ÞBI sem fékk þá viðurkenningu en hann sigraði í skólakeppni Njarðvíkurskóla í Upplestrakeppninni og sigraði einnig í Stóru upplestrakeppninni sem haldin var í Duus í marsmánuði. Einnig veitir skólinn viðurkenningu fyrir góðan árangur í skrift hjá nemendum í 7. bekk og var það Sunneva Rós Kristvinsdóttir í 7. ÞBI sem fékk þá viðurkenningu.
Veittar eru viðurkenningar fyrir góðan námsárangur fyrir einstaka greinar í 10. bekk auk valgreina í 9. og 10. bekk. Það eru ýmis félagasamtök í nærsamfélagi skólans sem gefa verðlaunin og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.
- íslenska: Júlía Scheving Steindórsdóttir 10. BK og Helena Fanney Sölvadóttir 10. AH
- stærðfræði: Helena Fanney Sölvadóttir 10. AH og Salka Björt Kristjánsdóttir 10. BK
- fyrir almennt góðan námsárangur í stærðfræði og góðan árangur í stærðfræðikeppni grunnskólanna í FS: Ægir Ragnar Ægisson 10. BK
- enska: Helena Fanney Sölvadóttir 10. AH og Júlía Scheving Steindórsdóttir 10. BK
- danska: Agnes Þórisdóttir 10. AH
- samfélagsfræði: Kamilla Sól Sigfúsdóttir og Salka Björt Kristjánsdóttir í 10. BK
- náttúrufræði: Júlía Scheving Steindórsdóttir 10. BK
-íþróttir: Júlía Scheving Steindórsdóttir 10. BK
- framúrskarandi hegðun í Öspinni: Bjarki Guðnason 10. AH
- fyrir almennt góðan námsárangur: Harpa Hrund Einarsdóttir 10. AH, Helga Eden Gísladóttir 10. AH, Bergsveinn Andri Halldórsson 10. AH, Atli Karl Sigurbjartsson 10. BK, Dagmar Lilja Ögmundsdóttir 10. BK, Svala Sigurðardóttir, 10. BK og Þórhildur Alda Reynisdóttir 10. BK
-fyrir framfarir og metnað í námi: Oddný Svava Steinarsdóttir 10. AH, Kristján Örn Rúnarsson 10. BK og Ebba Ósk Jóhannsdóttir 10. BK
Valfög:
- myndlist: Brynjar Kristinn Guðmundsson 10. AH
- textílmennt: Aisha Regína Ögmundsdóttir 8. SS
- hönnun og smíði: Aleksandra Kotomina 9. HK
- heimilisfræði: Austin Agnar Halldórsson 10. BK
- skrautskrift: Karen Ýr Eysteinsdóttir 10. AH
- spænska: Aleksandra Kotomina 9. HK og Lovísa Rós Júlíusdóttir 9. HK
- enska 103: Daði Einarsson 10. BK
-liðveisla: Stefán Páll Sigurðsson 10. AH
-félagsstörf: Thelma Lind Karlsdóttir 10. BK
- íþróttastúlka skólans: Júlía Scheving Steindórsdóttir 10. BK
- íþróttadrengur skólans: Atli Karl Sigurbjartsson 10. BK
- góður árangur í Skólahreysti: Elva Lísa Sveinsdóttir 10. BK