Mannlíf

Fyrirmyndardagurinn á Suðurnesjum gekk vel
Föstudagur 24. apríl 2015 kl. 11:00

Fyrirmyndardagurinn á Suðurnesjum gekk vel

Atvinnuleitendur með skerta starfsorku skoðuðu aðstæður á vinnustöðum.

Sautján atvinnuleitendur með skerta starfsgetu skoðuðu aðstæður á mörgum vinnustöðum á Suðurnesjum á fyrirmyndardeginum sem haldinn var sl. föstudag af Vinnumálastofnun. Markmiðið er að atvinnuleitendur með skerta starfsgetu fái aukin og fjölbreytt tækifæri á vinnumarkaði. Á þessum degi bjóða fyrirtæki og stofnanir þeim að vera gestastarfsmenn í fyrirtækjunum í einn dag eða hluta úr degi. 

Í fyrra var Fyrirmyndardagurinn haldinn í fyrsta sinn á Íslandi og gekk dagurinn vonum framar. Að sögn Írisar Kristjánsdóttur hjá Vinnumálastofnun gekk átakið mjög vel. Þeir einstaklingar sem prófuðu sig áfram sem gestastarfsmenn í fyrirtækjum og stofnunum voru afar ánægðir með daginn. Störfin voru fjölbreytt í hinum ýmsu fyrirtækjum og stofnunum á Suðurnesjum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hafsteinn V. Edvarsson var gestastarfsmaður Duushúsa, lista- og menningarmiðstöðvar Reykjanesbæjar.
 
Hörður Viðar Arnarson var gestastarfsmaður í Gróðrastöðinni Glitbrá Sandgerði.
 
Ásmundur Þórhallsson var gestastarfsmaður Víkingaheima.