Fyrirlesturinn „Unglingarnir og við" í Myllubakkaskóla
Fjórði fyrirlesturinn í fyrirlestraröð FFGÍR fer fram annað kvöld, miðvikudaginn 14. apríl í Myllubakkaskóla kl. 20. Fjallað verður um gullnar reglur í uppeldi unglings, að lengja tauminn án þess að sleppa - halda áfram að vera marktæk sem foreldrar
„Unglingsárin eru tími breytinga og þroska. Stundum finnst okkur foreldrum við vera í miklum rússíbana - þurfa að vera með á nótunum en samt halda aga, skapa öryggi og vera fyrirmyndir. Þá getur verið vandlifað!,“ segir í tilkynningu um fyrirlesturinn.
Fyrirlestari verður Þórkatla Aðalsteinsdóttur, sálfræðingur. Hún hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða um uppeldismál, samskipti á kvennavinnustöðum og þroska barna og unglinga. http://www.lifogsal.is/Torkatla/