Fyrirlestur um hreyfinám og hreyfiþroska
Dagana 13. og 14. október verður haldin ráðstefna í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ um hreyfinám og hreyfiþroska barna. Einnig verður fjallað um tengsl hreyfiþroskavandamála við lesblindu.
Hermundur Sigmundsson, prófessor í sálfræði við Háskólann á Akureyri, verður einn aðalfyrirlesarinn í Akademíunni en hann hefur rannsakað hreyfiþroska barna um árabil. Skráning á fyrirlestrana fer fram á www.akademian.is eða í síma 420 5500.