Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Mannlíf

Fyrirlestur um Gunnar Gunnarsson í Vogum
Þriðjudagur 7. febrúar 2012 kl. 09:54

Fyrirlestur um Gunnar Gunnarsson í Vogum

Lestrarfélagið Baldur í Vogum verður með erindi um Gunnar Gunnarsson, rithöfund, miðvikudaginn 8. febrúar kl. 20:00 í Álfagerði, Akurgerði 25, í Vogum. Allir velkomnir! Fyrirlesturinn er hluti af verkefninu Kynning á bókmenntaarfinum sem almenningsbókasöfnin á Suðurnesjum standa saman að. Verkefnið er styrkt af Menningarráði Suðurnesja.

Gunnar Gunnarsson var einn af áhrifamestu rithöfundum Íslendinga á tuttugustu öld. Hann sló í gegn sem höfundur í Danmörku og á árunum 1912-1939 var hann meðal virtustu höfunda Norðurlanda og naut mikillar hylli bæði gagnrýnenda og lesenda. Í fyrirlestrinum verður fjallað um rithöfundarferil Gunnars og tengsl hans við heimalöndin tvö, Ísland og Danmörku. Einnig verður vikið að einkalífi skáldsins sem var stundum stormasamt.

Bílakjarninn
Bílakjarninn
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25