Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fyrirlestur um auðlindanýtingu á Reykjanesi
Miðvikudagur 20. febrúar 2013 kl. 11:58

Fyrirlestur um auðlindanýtingu á Reykjanesi

Tæknifræðinám Keilis býður upp á opinn hádegisfyrirlestur fimmtudaginn 21. febrúar næstkomandi. Þar mun Albert Albertsson, aðstoðarforstjóri HS Orku, fjalla um fjölþætta auðlindanýtingu á utanverðum Reykjanesskaga. 
 
Í fyrirlestrinum verður fjallað um auðlindagarðana í Svartsengi og á Reykjanesi og hugtakið auðlindagarður skilgreint. Gerð grein fyrir rannsóknum HS Orku og virkjunarsögu Svartsengis og á Reykjanesi, auk þess sem fjallað verður um sjálfbæra þróun sem tengist starfsemi virkjananna. Djúpborunarverkefni á Reykjanesinu verður einnig gerð nokkur skil.
 
Fyrirlesturinn er öllum opinn og fer fram 21. febrúar kl 12 - 13 í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024