Fyrirlestur um átröskun karlmanns og samkynhneigð
Eyjólfur Gíslason, 24 ára Keflvíkingur, hélt fyrirlestur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í hádeginu í dag um átröskun en hann barðist við átröskun í mörg ár og mikla fordóma. Í fyrirlestrinum fjallaði Eyjólfur um átröskun, samkynhneigð og þá fordóma sem skapast í kringum þetta tvennt.
„Það er í raun óháð umfjöllunarefninu sem fólk getur tengt sig við þetta, því það eru flestir sem hafa upplifað eitthvað neikvætt í lífinu og ég legg áherslu á að ræða um það á uppbyggilegan hátt. Mér finnst leiðinlegt að þurfa að tala um allt þetta neikvæða í fyrirlestrinum, en það er nauðsynlegt til þess að kynnast sögu minni,“ sagði Eyjólfur.
Ítarlegt viðtal var við Eyjólf í febrúar hér á vefnum og er hægt að nálgast það með því að smella hér.
VF-Myndir: Siggi Jóns - [email protected]
Það var frekar þétt setið á fyrirlestrinum og þótti nemendum hann áhugaverður.