Fyrirlestur í Saltfisksetrinu um fagurfræði í skáldskap Guðbergs
Á þessu ári mun McGill-Queen's University Press í Montréal gefa út bókina Holdið hemur andann. Um fagurfræði í skáldskap Guðbergs Bergssonar. Af því tilefni mun Birna Bjarnadóttir halda erindi um tildrög bókarinnar, þýðingu og Flórens norðursins (Talað um fegurðina) laugardaginn 26. febrúar kl. 14:00 í Saltfisksetrinu.
Birna lauk doktorsprófi í fagurfræði nútímabókmennta frá Háskóla Íslands. Hún starfar nú við íslenskudeild Manitóbaháskóla og hefur veitt deildinni forstöðu frá árinu 2006.