RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt
RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt

Mannlíf

Fyrirlestur í Saltfisksetrinu um fagurfræði í skáldskap Guðbergs
Miðvikudagur 16. febrúar 2011 kl. 17:49

Fyrirlestur í Saltfisksetrinu um fagurfræði í skáldskap Guðbergs

Á þessu ári mun McGill-Queen's University Press í Montréal gefa út bókina Holdið hemur andann. Um fagurfræði í skáldskap Guðbergs Bergssonar. Af því tilefni mun Birna Bjarnadóttir halda erindi um tildrög bókarinnar, þýðingu og Flórens norðursins (Talað um fegurðina) laugardaginn 26. febrúar kl. 14:00 í Saltfisksetrinu.


Birna lauk doktorsprófi í fagurfræði nútímabókmennta frá Háskóla Íslands. Hún starfar nú við íslenskudeild Manitóbaháskóla og hefur veitt deildinni forstöðu frá árinu 2006.


Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025