Fylgist með úr fjarlægð
Verslunarmannahelgin hjá Sæmundi Má Sæmundssyni
– Hvernig eru plönin hjá þér um verslunarmannahelgina?
„Planið er að skreppa í bústað á Þingvöllum með vinkonu minni og bara taka því rólega. Svo er ég að vinna á sunnudeginum.“
– Breyttust plönin eitthvað vegna covid?
„Nei, plönin breyttust ekkert þar sem ég ætlaði ekkert að fara á neinar útihátíðir.“
– Hver er skemmtilegasta minningin þín af verslunarmannahelginni?
„Ég á ekki margar minningar af verslunarmannahelginni þar sem ég hef nánast alltaf verið að vinna. Í staðinn geri ég alltaf eitthvað skemmtilegt helgina á eftir, eins og að fara á Gay pride og á Fiskidaginn mikla á Dalvík.“
– Er eitthvað sem þér finnst ómissandi þessa helgi?
„Finnst ómissandi að vakna klukkan fjögur til þess að græja mig í vinnu og horfa á öll Þjóðhátíðarsnöppin. Þá lofa ég sjálfum mér að ég skuli fara á næsta ári ... en það hefur ekki orðið af því ennþá.“