Fýlar flesta kennarana
-Inga Jódís er grunnskólanemi vikunnar.
Grunnskólanemi: Inga Jódís Kristjánsdóttir.
Í hvaða skóla ertu?
Ég er í Njarðvíkurskóla.
Hvar býrðu?
Ég bý í Njarðvíkurborg.
Hver eru áhugamálin þín?
Ég elska að ferðast, bæði innanlands og erlendis og að vera með fjölskyldu og vinum.
Í hvaða bekk ertu og hvað ertu gömul?
Ég er að klára 10. bekk og er fimmtán ára.
Hvað finnst þér best við það að vera í skólanum?
Ég dýrka bekkinn minn, nemendaráðið og flesta kennarana.
Ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að gera eftir útskrift?
Ég stefni á framhaldsskóla í bænum.
Ertu að æfa eitthvað?
Ég er að æfa á píanó í Tónlistarskólanum.
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera?
Vera með skemmtilegu fólki, fara í bíó og chilla.
Hvað finnst þér leiðinlegast að gera?
Að bíða eftir fólki og að hafa ekkert að gera.
Hvað myndir þú kaupa þér fyrir þúsund kall?
Pepperoni taco og grænt vit hit.
Án hvaða hlutar getur þú ekki verið?
Eins skrýtið og það hljómar þyrfti ég pottþétt að velja tannburstann minn eða rúmið mitt.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?
Vonandi verður innanhússhönnuðurinn að veruleika.
Uppáhalds matur: Kjúklingasalat, hamborgarhryggur og kjúklingabaunabuff.
Uppáhalds tónlistarmaður: Post Malone, Cardi B og Sturla Atlas.
Uppáhalds app: Instagram.
Uppáhalds hlutur: Tölvan mín.
Uppáhalds þáttur: Blacklist, friends, Gilmore girls, gossip girl og one tree hill.