Furðuverur á göngum grunnskólanna
Ýmsar kynjaverur voru áberandi í grunnskólum Suðurnesjanna í gær enda var hrekkjavakan þá haldin hátíðleg. Grunnskóli Grindavíkur, Njarðvíkurskóli og Holtaskóli voru meðal þeirra sem héldu daginn hátíðlegan og mættu nemendur í ýmsum skrúða og í allra kvikinda líki eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Fleiri myndir má sjá á heimasíðum skólanna:
Grunnskóli Grindavíkur
Holtaskóli
Njarðvíkurskóli