Furðulegt fiðrildi
Það eru ekki bara langfættar köngulær sem finnast hér á Suðurnesjum þessa dagana. Það var hún Aníta, 11 (alveg að verða 12) ára Njarðvíkurmær sem hafði samband við okkur í dag og sagðist hafa fundið ansi stórt fiðrildi og bað okkur að koma að mynda það. Hún var á leik í bakgarðinum heima hjá sér þegar hún varð vör við eitthvað stórt sem flaug rétt framhjá henni. Hún fór beint og náði í glas og tókst að handsama dýrið sem reyndist vera fiðrildi. Búkurinn á því er stærri og digrari en við hér á Íslandi eigum að venjast, tæpir 2 sentímetrar á lengd, og vænghafið eftir því.