Furðufatadagur í Fjörheimum
Krakkarnir á leikjanámskeiði Reykjanesbæjar voru kátir í gær en þau voru öll klædd furðufötum á diskóteki í Fjörheimum. Þau klæddust hinum ýmsu búningum og mátti meðal annars sjá kóngulóarmanninn, Svarthöfða, Súperman og fleiri heimsþekkta menn. Ljósmyndari Víkurfrétta skellti sér á diskótekið og tók nokkrar myndir sem nú birtast í myndasafni hér á vef Víkurfrétta.
Hægt er að skoða myndirnar hér
Hægt er að skoða myndirnar hér