Furðudýr og kynjaverur á árshátíð Myllubakkaskóla
Árshátíð Myllubakkaskóla var haldin um miðjan mars í íþróttahúsinu við Sunnubraut. Hátíðin var vegleg eins og alltaf. Þemað í ár var Furðudýr og aðrar kynjaverur. Næstum allir nemendur tóku þátt og skemmtu áhorfendum sem troðfylltu áhorfendabekki. Að skemmtiatriðum loknum var öllum boðið að þiggja veitingar í B-sal.