Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Funheitur farsi í Frumleikhúsinu
Föstudagur 29. mars 2013 kl. 12:57

Funheitur farsi í Frumleikhúsinu

Föstudaginn 5. apríl mun Leikfélag Keflavíkur frumsýna leikritið Með vífið í lúkunum undir leikstjórn Ljóta hálfvitans, Odds Bjarna Þorkelssonar. Æfingar hafa staðið yfir undanfarnar vikur og eftir því sem nær dregur frumsýningunni magnast spennan gífurlega enda ekki á hverjum degi sem leikfélagið ræðst í uppsetningu á farsa.

Það eru frábærir leikarar sem taka þátt í uppsetningunni en aðalhlutverkið er í höndum formannsins, Arnars Inga Tryggvasonar sem þykir fara á kostum í mjög krefjandi hlutverki,  leigubílstjóra sem lendir í því að eiga tvær konur en hvorug veit af hinni. Fyrir algjöra tilviljun verður hann fórnarlamb aðstæðna sem fæstir geta hugsað sér að lenda í og þarf að beita öllum brögðum til að leysa málin.  

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Það er bara endalaust hægt að hlæja að þessu verki, fyrsta flokks farsi þar sem öllu er tjaldað til svo er þetta líka svo góður hópur sem tekur þátt“ segir leikstjórinn og hrósar sínu fólki og bætir við að Leikfélag Keflavíkur búi bæði yfir góðum mannafla og við frábærar aðstæður. Fólk má bara alls ekki láta þessa sýningu fram hjá sér fara! Allar nánari upplýsingar um sýningatíma, miðapantanir o.fl. er hægt að nálgast í síma 4212540 og auk þess verða sýningarnar auglýstar í næsta tbl.VF.