Fundur um Ljósanótt í kvöld
- á vegum Menningarráðs Reykjanesbæjar í bíósal Duushúsa.
Hefurðu skoðanir á Ljósnótt? Ertu með hugmynd að viðburð, tónleikum, afþreyingu eða einhverju öðru skemmtilegu?
Menningarráð Reykjanesbæjar heldur fund um Ljósanótt og framkvæmd hennar árið 2015 í bíósal Duushúsa, í kvöld, miðvikudaginn 11. febrúar kl. 19:30.
Ráðið hvetur bæjarbúa sem eru með hugmyndir eða langar að taka þátt í enn frekari uppbyggingu á Ljósanótt velkomna.
Allir áhugasamir bæjarbúar eru boðnir velkomnir til skrafs og ráðagerða.