Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fundu þörfina fyrir Krílafimi á eigin skinni
Fimmtudagur 6. júlí 2023 kl. 06:07

Fundu þörfina fyrir Krílafimi á eigin skinni

Æskuvinkonurnar Díana Karen Rúnarsdóttir og Jóna Kristín Birgisdóttir bjóða upp á Krílafimi, sem er þroskandi námskeið og samvera fyrir börn að þriggja ára aldri. Aðsóknin hefur ekki látið á sér standa og þær hafa því ákveðið að bjóða upp á námskeið í sumar, líka fyrir leikskólabörn.

Krílafimi fór af stað í vor og aðspurðar að því hvernig hugmyndin varð til segjast þær hafa fundið þörfina fyrir námskeiði eins og Krílafimi á eigin skinni eftir nokkur ár í barneignum og orlofi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Í Krílafimi hitta foreldrarnir aðra foreldra og börnin komast í þroskandi leik við önnur börn. Foreldrar hafa talað um hve gefandi það er að sjá barnið sitt njóta sín og læra nýja hluti í samveru með jafnöldrum sínum. Auk þess hve gott það sé fyrir andlegu heilsuna að hafa eitthvað fyrir stafni þrisvar sinnum í viku.“

Aðspurðar segja þær stöðuna líka vera þannig að mörg börn komast ekki að í leikskóla fyrr en upp úr tveggja ára. „Og biðlistar hjá dagforeldrum eru langir, það er auðvitað vandamál sem við leysum ekki með Krílafimi en engu að síður er staðreyndin sú að börn þurfa á mjög mikilli örvun að halda fyrstu árin og geta þau farið á mis við þroska ef þau umgangast ekki önnur börn reglulega. Það er eitthvað sem þau fá kannski ekki öll nóg af heima á meðan á leikskólabiðinni stendur.“

Þær segja viðbrögðin sem þær hafi fengið benda til þess að Krílafimi hafi jákvæð áhrif á andlega heilsu foreldra og á félagsþroska barna. „Þetta er klárlega eitthvað sem vantaði í bæjarfélagið okkar. Við erum mjög þakklátar fyrir það hvernig foreldrar hafa tekið Krílafimi og bærinn hefur líka stutt okkur í þessu verkefni.“

Nánar um krílafimi hjá [email protected]