Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Mannlíf

Fundu sjórekna hrefnu og skrifuðu frétt um hana
Miðvikudagur 6. maí 2015 kl. 14:13

Fundu sjórekna hrefnu og skrifuðu frétt um hana

7. bekkingar b í Stóru-Vogaskóla.

Nemendur í 7. bekk b í Stóru-Vogaskóla fundu sjórekna hrefnu í Bræðrapartsfjöru sunnan við Voga um níu í morgun. Kennari þeirra, Hilmar Egill Sveinbjörnsson, sendi okkur hjá Víkurfréttum frétt sem bekkurinn hafði unnið í sameiningu um hvalfundinn og við birtum hana með ánægju:

„Háflóð var rétt fyrir klukkan átta um morguninn og er líklegt að hrefnuna hafi rekið upp í fjöru þá. Nemendurnir voru við fuglaskoðun í náttúrufræði þegar þeir komu auga á hrefnuna. Hrefnan, sem var um 7 metra löng, var mjög heilleg. Til merkis um það voru augun heil. Hvað fuglaskoðunina varðaði fannst mest af æðarfugli, sandlóu og margæs, en minna af stelk, tjaldi, skarfi o.fl.“

Public deli
Public deli

Meðfylgjandi myndir sendu þau með: 

Þegar Víkurfréttir komu í fjöruna um 10 leytið sama morgun, voru 4. bekkingar í Stóru-Vogaskóla og leikskólabörn að skoða hvalinn. Þá tók blaðamaður meðfylgjandi myndir:

VF-myndir: Olga Björt