Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Fundað að nýju um hönnun og minjagripi á Reykjanesi
Mánudagur 8. apríl 2013 kl. 10:00

Fundað að nýju um hönnun og minjagripi á Reykjanesi

Á morgun þriðjudaginn 9. apríl kl. 16 verður haldinn annar samráðsfundur í Eldey, Grænásbraut 506, Ásbrú um handverk, hönnun og minjagripi á Reykjanesi. Áhugasamir eru hvattir til að mæta og taka þátt í að þróa hugmyndir að minjagripum á Reykjanesi.

Fyrsti fundurinn var fjölmennur og komu margar fína hugmyndir og nú verður verkinu haldið áfram.

Fjölmörg tækifæri fyrir hönnuði og handverksfólk verða til með auknum fjölda ferðamanna. Horft er sérstaklega til minjagripagerðar sem tengist Reykjanesi enda staðbundnir minjagripir af skornum skammti.

Hvað er minjagripur? Hvað er það sem er sérstakt fyrir Reykjanesið og hægt er að nota í þessum tilgangi? Er það eitthvað  sem tengist t.d. sögu okkar, náttúru, menningu og listum, matarmenningu eða hefðum sem skapast hafa á svæðinu í áranna rás?

Þeir sem ekki komast á fyrsta fundinn en hafa áhuga á verkefninu geta sent póst á netfangið: [email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024