Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fullt út úr dyrum hjá Klassart og Oddi Inga
Föstudagur 18. júlí 2014 kl. 13:47

Fullt út úr dyrum hjá Klassart og Oddi Inga

Klassart og Oddur Ingi héldu tónleika á Paddy's í Keflavík í gær en bæði gáfu út nýja breiðskífu fyrr í sumar. Klassart hefur ekki komið fram í bænum í langan tíma og ríkti því mikil eftirvænting meðal tónleikagesta að heyra hljómsveitina flytja lögin af nýju plötunni sinni Smástirni.

Fullt var út að dyrum og myndaðist mikil stemning meðal tónleikagesta. Klassart flutti ný lög í bland við gömul og blúsaðri lög. Þeirra á meðal voru Painkillers and Beer og January Sun sem hljómsveitin flutti í Euro Music Contest í París á dögunum. Fríða Dís sagði gestum frá því ævintýri en hljómsveitarmeðlimir sögðu keppnina hafa gengið vel og að þeir séu reynslunni ríkari eftir þátttökuna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nokkrir gestir höfðu það á orði að þeir hefðu aldrei séð Klassart í jafn góðum gír og systkynin Smári og Fríða voru jafnfram sammála því að þetta hafi verið einir bestu tónleikar sveitarinnar í langan tíma.

Keflvíkingurinn Oddur Ingi spilaði á Paddy's í gær.

Það var fín stemning og fjölmenni á tónleikunum.

Myndir: Þorsteinn Surmeli