Fullt hús á kvöldstund með kórnum
Gestir fylltu Kirkjulund í gærkveldi á kvöldstund með Kór Keflavíkurkirkju en kórinn stendur fyrir slíkum kvöldum þriðja þriðjudag í hverjum mánuði fram á vorið.
Kórfélagar stigu á stokk, ýmist í einsöng eða minni hópum og kynnirinn hinn eini sanni Kristján Jóhannsson kitlaði hláturtaugarnar.
Hér má sjá nokkrar myndir frá kvöldinu en það var Reykjanesbær sem bauð gestum og starfsfólki að þessu sinni. Einnig var tekið á móti frjálsum framlögum í ferðasjóð kórsins en markmið kvöldstundanna er að safna fyrir utanferð að ári.