Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Fullt hús á Aftan Rokk Festivali
Föstudagur 12. ágúst 2005 kl. 14:57

Fullt hús á Aftan Rokk Festivali

Kjaftfullt var á Paddy´s í gærkvöldi þegar Aftan Rokk Festival fór fram. Böndin Lena, Killer Bunny og Tommygun komu fram en sú síðastnefnda tefldi fram nýjum bassaleikara.

Fyrstir á svið voru kapparnir í Killer Bunny og stóðu piltarnir sig með stakri prýði. Fátt hefði þó getað undirbúið tónleikagesti undir lætin í Lenu, lék kofinn á reiðiskjálfi og kom Lena mjög á óvart með skemmtilegum flutningi en hljómsveitin hefur ekki komið opinberlega fram í tæpt ár.

Tommygun komu saman á ný eftir nokkuð hlé og nú með nýjan bassaleikara. Ingi Þór Ingibergsson hefur tekið bassaleikinn að sér en hljómsveitin fékk góðar viðtökur á Paddy´s í gær.

Eins og áður getur var margt um manninn á tónleikunum og er þegar ráðgert að annað Aftan Rokk Festival verði haldið í næstu viku.

VF-myndir/ Þorgils


 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024