Fullorðnar furðuverur
Öskudagsgleði á vinnustöðum.
Það eru ekki einungis börnin sem halda upp á öskudaginn. Fullorðna fólkið heldur daginn líka hátíðlegan og klæðir sig upp fyrir vinnuna. Þessar kynjaverur sáust á vappi í húsakynnum við Krossmóa í Reykjanesbæ. Þarna má m.a. sjá Janis Joplin, veiðimann, kúreka, hórumangara, fanga, norn, nunnu og sjóræningja.
VF vill minna fólk á að merkja myndir sem það tekur á snjallsíma sína með #vikurfrettir á Instagram. Sérstaklega í tilefni öskudagsins.
Starfsmenn hjá VSFK voru skrautlegir.