Fuglaskoðun í nágrenni Grindavíkur
Áhugamenn um fuglaskoðun hafa verið mikið á ferðinni í nágrenni Grindavíkur að undanförnu. Á myndinni sjást nokkrir virða fyrir sér fuglalífið á Vatnsstæðinu. Á síðunni fuglavernd.is er að finna upplýsingar um áhugamenn um fuglavernd og fuglaskoðun. Þar kemur m.a. fram að undanförnu hafa sést afar sjaldgæfar tegundir t.d. Kolhæna og fleiri erlendir flækingar á svæðinu. Þar sem svæðið í kring um Vatnsstæðið (Járngerðarstaðartjörn) og stóru Bót nýtur vaxandi vinsælda meðal útivistar- og göngufólks er það hvatt til að taka með sér sjónauka og svipast um eftir þessum sjaldséðu gestum, en frá þessu er greint á vef Grindavíkur.