Fimmtudagur 16. desember 2004 kl. 16:01
Fuglarnir yrðu þakklátir
Þeir voru harðir af sér fiðruðu vinir okkar við Fitjar þegar ljósmyndara Víkurfrétta bar að. Kuldaboli lét verulega fyrir sér finna og fuglunum við Fitjar þætti það örugglega ekki miður ef einhver myndi staldra við og gefa þeim nokkra brauðmola.