Fuglarnir í Reykjanesbæ fá þak yfir höfuðið
Nemendur í leikskólunum Akri og Holti og Akurskóla gengu fylktu liði í morgun að tjörnunum í Innri Njarðvík en þar tóku þau þátt í formlegri vígslu á nýjum fuglahúsum sem komið hefur verið fyrir í hólmunum við tjarnirnar fuglunum og jafnframt börnum og fjölskyldum þeirra til ánægju og yndisauka.??Krakkarnir sungu sumarlög í tilefni dagsins en vígsla fuglahúsanna var liður í dagskrá Barnahátíðar í Reykanesbæ sem nú stendur yfir.??Nú verður fróðlegt að sjá hvað fuglunum við tjarnirnar finnst um þetta nýja húsnæði en nemendurnir munu fylgjast vel með því í framtíðinni.
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi