Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Mannlíf

Fuglalíf og lækningajurtir í næstu göngu
Miðvikudagur 23. júlí 2014 kl. 10:36

Fuglalíf og lækningajurtir í næstu göngu

Reykjanesgönguferðir í Hvalsnesi í kvöld

Miðvikudaginn 23. júlí ganga Reykjanesgönguferðir ströndina frá Hvalsnesi að Bæjarskerjum. Gengið verður út í Másbúðarhólma ef sjávarföll leyfa. Skoðað verður fjölbreytt fuglalíf á svæðinu, lækningajurtir og margt fleira í fjörunni. Göngutími er tvær til þrjár klst. Gengið verður frá stað A - B, semsagt ekki í hring.

Allir velkomnir en brottför með rútu er kl. 19:00 frá Hópferðum Sævars, Vesturbraut 12 Reykjanesbæ.
Kostnaður rútufargjald kr. 1.000 pr. mann. Göngufólk er á eigin ábyrgð í gönguferðunum. Leiðsögumaður er að venju Rannveig L. Garðarsdóttir.

Public deli
Public deli