Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fugladansinn á Fitjum
Mánudagur 24. nóvember 2003 kl. 12:27

Fugladansinn á Fitjum

Fuglalífið á tjörnunum á Fitjum er með líflegasta móti þessa dagana. Þar eru 56 álftir sem fá brauðbita frá hugulsömum bæjarbúum hvern dag. Einnig hafa margar endur sest að á tjörnunum og einnig eru gæsir að gera sig þarna heimakomnar.
Eitthvað kunna fuglarnir illa við þann hluta sem hefur verið endurmótaður, þar sem sett hefur verið upp myndarlegt bílastæði, bryggja og bakkinn hlaðinn að nýju. Hins vegar hópast fuglarnir á svæðið við gömlu steypustöðina. Þar er einnig affall með heitu vatni. Þar kemur fólk því til að gefa fuglunum brauð. Vargfugl hefur hins vegar lagt undir sig nýframkvæmdina, gegnt skrifstofum Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi á Fitjum á laugardaginn. Önnur sýnir önd stíga fugladans á vatnsfletinum, en hin forvitna svani í hópi anda og gæsa.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024