FS nemendur í starfsnámi
Nú í nóvember eru 24 nemendur í FS að hefja vinnustaðanám á þriðjudögum kl 11-15.
Vinnustaðirnir eru fjölmargir og mismunandi. Sem dæmi má nefna: Kaffi Duus, Hárgreiðslustofuna Carino, Ragnarssel, Bílnet, Bílaþjónusta GG, Bílageirinn, Trésmíðaverkstæði Stefáns og Ara, Dósasel, Flughótelið, Dominos Pizza, Víkurás, Tölvulistinn, Eldhús HSS, Bónus Garðabæ, Hundahótel/Hundaskóli K9, Sigurjónsbakarí, Reykjaneshöllin, Nettó og Hekla bílaumboð.
Þriðjudaginn 9. nóv. heimsótti fréttaritarinn Fannar H. Sveinbjörnsson, nemandi í FS, nokkra vinnustaði.
Fyrst var litið við hjá Nettó, sem er matvöruverslun í verslunarmiðstöðinni í Krossmóum. Þar voru tveir nemendur, að störfum, þeir Helgi og Haukur sem voru að raða og taka til í hillum. Því næst var farið í Kaffi Duus, þar sem Tómas er aðstoðarmaður í eldhúsi og var að fá sér að borða þegar fréttaritara bar að garði.
Nemendur og kennarar þakka ofangreindum fyrirtækjum og stofnunum fyrir góðar viðtökur og samstarf.
Helgi við störf í Samkaup. Haukur á efstu myndinni. Neðst er Tómas í Kaffi Duus.