FS-nemar sýndu textíl í Landsbankanum
Nemendur í textíl í Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem hafa verið að vinna lokaverkefni sýndu verk sín í útibúi Landsbankans í Reykjanesbæ nú í jólamánuðinum.Sýningin gekk afar vel og fékk góð viðbrögð en sex nemendur sýndu fatalínu og var uppstilling frá hverjum nemanda í einn dag.
„Starfsfólki Landsbankans eru færðar kærar þakkir fyrir að taka þátt í þessu með okkur og þann áhuga sem þau sýndu verkefninu. Svona verkefni eru líka liður í að styrkja samband og samskipti atvinnulífs og skóla,“ segir á heimasíðu FS. Þar er einnig hægt að sjá fleiri myndir.