Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

FS-nemar í námsferð til Reykjavíkur
Mánudagur 17. október 2005 kl. 15:27

FS-nemar í námsferð til Reykjavíkur

Síðastliðinn föstudag og laugardag fór hópur nemenda sem stunda nám í Grunndeild mannvirkja- og byggingagreina við Fjölbrautaskóla Suðurnesja í námsferð til Reykjavíkur.

Þar námu þeir hluta af námi í áfanga sem nefnist Verktækni grunnnáms. Í þessum hluta var farið í múraradeild Iðnskólans í Reykjavík. Þar nutu þeir leiðsagnar Snæbjörns Snæbjörnssonar múrara og kennara við deildina. Verkefni í náminu voru smíði pennastatífs úr blágrýti, klukku úr grágrýti og mósaíklagðar steinhellu með spegli.

Námið gekk vel og allir nemendur voru ánægðir í lok námsins enda náðu þeir allir þessum hluta.

Texti og mynd af fss.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024