FS NEMAR Í LJÓÐUM
Laugardaginn, 20 mars, fór fram keppni í flutningi ljóða á frönsku á sal Menntaskólans við Hamrahlíð. Keppnin er orðin árviss viðburður og standa félag frönskukennara og menningarmáladeild franska sendiráðsins að henni.Að þessu sinni voru keppendur 24 frá framhaldsskólum um land allt. Fjölbrautaskóli Suðurnesja sendi tvo keppendur þær Ásdísi Jóhannesdóttur og Guðrúnu Stefánsdóttur og var frammistaða þeirra skólanum til mikils sóma.Ásdís var í hópi átta nemenda sem best þóttu hafa staðið sig í framsögn og leikrænni tjáningu við flutning ljóðanna og fékk að launum fransk-íslenska orðabók. Sigurvegararnir voru tveir úr þessum átta manna hópi og fengu í verðlaun þriggja vikna ferð til Frakklands í sumar. Allir þátttakendur voru leystir út með bókagjöfum. Svo skemmtilega vildi til að 20 mars var einmitt alþjóðadagur franskrar tungu. La vie est belle!