FS með sigur á ME í Gettu Betur
FS-ingar unnu sigur gegn Menntaskólanum á Egilsstöðum í fyrstu umferð spurningakeppninni Gettu Betur í dag. Lokatölur urðu 19-16 FS í vil en viðureignin fór fram á Rás 2 í beinni útsendingu. Eftir hraðaspurningar var staðan 14-11, FS í vil. Lið ME náði að minnka muninn í 18-16 eftir bjölluspurningar. FS-ingar svöruðu svo rétt þegar hljóðbrot voru spiluð og tryggðu sigurinn.