Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

FS-ingurinn: Setja strax tyggjó í mötuneytið!
Laugardagur 6. október 2018 kl. 07:00

FS-ingurinn: Setja strax tyggjó í mötuneytið!

Keflvíkingurinn Arnar Smári Þorsteinsson er 18 ára nemi á fjölgreinabraut. Honum finnst einlægni besti eiginleiki í fari fólks og hann langar að kaupa tyggjó í mötuneytinu. Arnar Smári er FS-ingur vikunnar að þessu sinni.

Hver er helsti kostur FS? Hversu sérstakir kennararnir eru.

Hver eru áhugamálin þín? Almenn sjálfsbæting.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hvað hræðist þú mest? Að óvart meiða fólkið í kringum mig sem mér þykir vænt um.

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Júlíus Viggó Ólafsson því að hann er snillingur!

Hver er fyndnastur í skólanum? Raggi.

Hvað sástu síðast í bíó? The Meg.

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Tyggjó.

Hver er helsti galli þinn? Að ég vape-a.

Hver er helsti kostur þinn? Einlægur og létt að tala við mig.

Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér? Messenger, YouTube og Chrome.

Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Setja strax tyggjó í mötuneytið, fáránlegt að það er ekki!

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Einlægni.

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Ágætt.

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Að halda áfram að bæta mig og ekki gefast upp en annars engin sérstök plön.

Hvað finnst þér best við að búa á Suðurnesjunum? Allir vinir mínir eru hérna.

Efirlætiskennari? Símon dönskukennari.

Fag? Sálfræði.

Sjónvarpsþættir? Game of Thrones.

Kvikmynd? Se7en.

Hljómsveit/tónlistarmaður? System of a Down.

Leikari? Jim Carrey.