FS-ingurinn: Setja strax tyggjó í mötuneytið!
Keflvíkingurinn Arnar Smári Þorsteinsson er 18 ára nemi á fjölgreinabraut. Honum finnst einlægni besti eiginleiki í fari fólks og hann langar að kaupa tyggjó í mötuneytinu. Arnar Smári er FS-ingur vikunnar að þessu sinni.
Hver er helsti kostur FS? Hversu sérstakir kennararnir eru.
Hver eru áhugamálin þín? Almenn sjálfsbæting.
Hvað hræðist þú mest? Að óvart meiða fólkið í kringum mig sem mér þykir vænt um.
Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Júlíus Viggó Ólafsson því að hann er snillingur!
Hver er fyndnastur í skólanum? Raggi.
Hvað sástu síðast í bíó? The Meg.
Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Tyggjó.
Hver er helsti galli þinn? Að ég vape-a.
Hver er helsti kostur þinn? Einlægur og létt að tala við mig.
Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér? Messenger, YouTube og Chrome.
Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Setja strax tyggjó í mötuneytið, fáránlegt að það er ekki!
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Einlægni.
Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Ágætt.
Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Að halda áfram að bæta mig og ekki gefast upp en annars engin sérstök plön.
Hvað finnst þér best við að búa á Suðurnesjunum? Allir vinir mínir eru hérna.
Efirlætiskennari? Símon dönskukennari.
Fag? Sálfræði.
Sjónvarpsþættir? Game of Thrones.
Kvikmynd? Se7en.
Hljómsveit/tónlistarmaður? System of a Down.
Leikari? Jim Carrey.