Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

FS-ingur vikunnar: Willow Smith á lag með vandræðalega mörg plays á iTunes hjá mér.
Sunnudagur 25. janúar 2015 kl. 23:06

FS-ingur vikunnar: Willow Smith á lag með vandræðalega mörg plays á iTunes hjá mér.

Knútur Eyfjörð Ingvason er FS-ingur vikunnar. Hann er á viðskipta- og hagfræðibraut. Körfubolti er hans helsta áhugamál og Árni Vigfús Karlsson er líklegastur til þess að verða frægur að hans mati.

Á hvaða braut ertu?
Ég er á viðskipta- og hagfræðibraut.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvaðan ertu og aldur?
Ég er 17 Keflvíkingur sem hefur flakkað á milli nokkurra staða.

Helsti kostur FS?
Hann er nálægt heimilinu mínu og það er fullt af flottu fólki þarna.

Áhugamál?
Ég á ekkert rosalega mörg áhugamál, helsta er samt karfan.

Hvað hræðistu mest?
Ég er hrikalega lofthræddur.

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?
Árni Vigfús Karlsson.

Hver er fyndnastur í skólanum?
Vinahópurinn minn er vel steiktur og fyndinn, en ef við erum að tala um einstakling þá held ég að Markús Már Magnússon fái þann heiður.

Hvað sástu síðast í bíó?
Ég sá Hobbit 3 og varð ekki fyrir vonbrigðum.

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
Ég notfæri mér þetta mötuneyti eiginlega ekki neitt, held að það vanti ekkert sérstakt.

Hver er þinn helsti galli?
Ég á það til að geta verið hrikalega latur, á stundum frekar erfitt við að skilja við rúmið mitt...

Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér?
Facebook Messenger, Snapchat og Fantasy Basketball.

Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS?
Myndi taka út þessa blessuðu seint reglu hjá Rósu dönskukennara. Myndi svo reyna að færa böllin yfir á föstudaga.

Hvaða frasa eða orð notar þú oftast?
Ekkert sérstakt held ég.

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?
Verð að viðurkenna að ég tek ekkert rosalega mikið þátt í því, en það hefur verið á uppleið síðan ég byrjaði í skólanum.

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?
Það er leyndó.

Hver er best klædd/ur í FS?
Ég auðvitað.


Eftirlætis:

Kennari:
Þorvaldur.

Fag í skólanum:
Bókfærsla hjá Herði.

Sjónvarpsþættir:
Akkúrat núna horfi ég á ekkert annað en The Office, en ef við erum að tala um all time, þá Breaking Bad.

Hljómsveit/tónlistarmaður:
Kayne.

Leikari:
Morgan freeman og Jonah Hill.

Vefsíður:
Facebook, NBA, YouTube og eBay.

Flík:
Raf Simons skórnir eru í miklu uppáhaldi.

Skyndibiti:
Köfs og langbest.