Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

FS-ingur vikunnar: Vantar góðan sjálfsala
Mánudagur 9. febrúar 2015 kl. 07:00

FS-ingur vikunnar: Vantar góðan sjálfsala

Markús Már Magnússon er FS-ingur vikunnar. Hann vill fá sjálfsala í mötuneytið og er hræddur við köngulær

Hvaðan ertu og aldur?
Ég byrjaði lífið í Sandgerði og bjó þar fyrstu þrjú eða fjögur ár ævi minnar síðan flutti ég yfir í Keflavík og bý þar en þann dag í dag orðinn 17. ára gamall.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Helsti kostur FS?
Stutt að fara til að komast i skólann, lang flestir vinir mínir eru í honum síðan er yfirleitt nóg um að vera í skólanum.

Áhugamál?
Mín helstu áhugamál eru sennilega fótbolti, og að hafa það gaman með góðum vinum ef það má kalla það áhugamál.

Hvað hræðistu mest?
Ég er sjúklega hræddur við köngulær og bara flest skordýr yfir höfuð.

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?
Ég ætla að tippa á að það verði Fannar Orri, hann verður einhver rosalegur fótboltamaður í framtíðinni og ég held að það eigi eftir að gera hann nokkuð frægann.

Hver er fyndnastur í skólanum?
Strákarnir í mínum vinahóp eru allir bilað fyndnir náungar en ég ætla að sleppa því að velja einn úr þeim hópi og segja Steinn Alexander Einarsson, bilað fyndinn gaur.

Hvað sástu síðast í bíó?
Ég held að það hafi verið Hobbit 3.

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
Góðan sjálfsala með öllu mögulegu í, og það yrði ekki slæmt að fá eitt stykki hraðbanka líka, kæmi oft að góðum notum.

Hver er þinn helsti galli?
Ég get verið rosalega latur og svo borða ég líka frekar óhollt og drekk sennilega meira af Mountain Dewi heldur en vatni.

Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér?
Það mun vera Facebook Messenger,  Lumman og sennilega Snapchat.

Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS?
Ég myndi sleppa hverju einasta lokaprófi, ef þú ert með 4,5 í vinnueinkunn áttu bara að ná áfanganum.

Hvaða frasa eða orð notar þú oftast?
Eins og stendur er ekkert sérstakt orð eða frasi sem ég nota meira en einhvað annað.

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?
Mjög fínt bara, stjórninn er að standa sig ágætlega núna, yfirleitt eitthvað á dagskrá.

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?
Hátt, stefnan er tekinn hátt, veit ekki alveg hvert en ég stefni hátt.

Hver er best klædd/ur í FS?
Ætla að segja Andri Unnars, yfirleitt mjög fínn í tauginu.


Eftirlætis:

Kennari:
Anna Taylor og svo er Bogi Ragnarsson mjög fínn gaur líka.

Fag í skólanum:
Ég er aðallega í leiðinlegum fögum núna en ég ætla að segja spænska, skemmtilegt í tímum þótt námsefnið sé hundleiðinlegt.

Sjónvarpsþættir:
Grey‘s anatomy. Rugl góðir þættir.

Kvikmynd:
Jump Street myndirnar eru mjög góðar en annars hefur mér alltaf fundist Titanic vera rosalega öflug mynd.

Hljómsveit/tónlistarmaður:
Ég hlusta eiginlega bara á flesta tónlist og er mjög lítið að velta því fyrir mér hver flytur lögin þannig að ég á eiginlega bara engan eftirlætis tónlistarmann eða hljómsveit.

Leikari:
Jonah Hill og Channing Tatum eru frábærir og þegar þeir sameinast í eina mynd verður útkoman stórkostleg.

Vefsíður:
Ég nota aðallega Facebook en síðan finnst mer mjög fínt að rúlla í gegnum fótbolti.net

Flíkin:
66° norður úlpan mín, hefur reynst mér vel í gegnum tíðina og ég nota hana ansi mikið þar sem það er nánast alltaf kalt á þessu landi,nota hana samt alveg líka þó það sé ekkert það kalt.

Skyndibiti:
Í augnablikinu er það villabar.

Hvaða tónlist/lag fílarðu í laumi (gulity pleasure)?
Ég er dálítíð að fýla 80‘s tónlist, give it up með KC and the Sunshine Band mikið spilað núna.